(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Starfsemin á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar

Starfsemin á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar

by | 18. nóv, 2021 | Fréttir

Eins og ráða má af merkingunum á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, þá sameinast þar á einum stað, starfsemi Bókasafns Dagsbrúnar og funda- og fyrirlestraraðstaða RA.

Á bókasafninu er góð lesaðstaða fyrir þá sem nýta safnkostinn og bæði Ráðslag, fundarhergi RA og  Dagsbrún, fyrirlestrarsalurinn eru fyrirtaks rými búin búnaði til fjarfunda, streymis og upptöku sem m.a. félagsmenn Félags ReykjavíkurAkademíunnar (FRA) geta nýtt sér. Skrifstofur sjálfstætt starfandi fræðimanna eru á annarri hæð Akademíunnar.

Á vefsíðu ReykjavíkurAkademíunnar er hægt að fylgjast með því sem er efst á baugi hverju sinni og einnig er hægt að skrá sig á Forum, póstlista ReykavíkurAkademíunnar með því að ýta á hlekk sem er neðst á forsíðu vefsíðu stofnunnarinnar www.akademia.is. Þar er hægt að kynna sér starfsemi RA og hvort heldur sem er  sækja um aðild að FRA  eða um vinnuaðstöðu í Þórunnartúni 2 .

Merki RA og Bókasafns Dagsbrúnar

Starfsmaður Samskipta að störfum

Mikilvægum áfanga verður náð þegar nýr forstöðumaður bókasafnsins, Sigurgeir Finnsson upplýsingafræðingur, hefur störf við safnið og Akademíuna í byrjun nýs árs.

Verið hjartanlega velkomin í ReykjavíkurAkademíuna og á Bókasafn Dagsbrúnar.