1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Helgi í Húnavatnssýslu(m) – ferðalýsing

Helgi í Húnavatnssýslu(m) – ferðalýsing

by | 24. Mar, 2023 | Fréttir, Gárur

Helgi í HúnavatnssýslHelgina 18. – 19. mars hittust þrettán (aka)demónar Reykjavíkur- og AkureyrarAkademíunnar á Hótel Laugarbakka í Miðfirði − miðja vegu milli höfuðstaðanna tveggja − til þess að kynnast, fræðast, nærast, gleðjast og ræða aukna samvinnu Akademíanna og akademóna.

 

Laugardagur

Lagt var af stað frá Laugarbakka í rútu og undir öruggri leiðsögn Arinbjarnar frá Brekkulæk. Fyrsti viðkomustaðurinn varTextílmiðstöð Íslands. Þekkingarsetur sem er alþjóðleg miðstöð rannsóknar- og þróunarstarfsemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl og býður jafnframt upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu. Elsa Arnardóttir forstöðumaður tók á móti hópnum, sagði frá starfseminni og sýndi húsakynnin sem rýma fjölbreytta starfsemi og iðuðu af (mann)lífi.

Þá lá leiðin að Þingeyrum þar sem Þingeyrakirkja var skoðuð undir leiðsögn Emils Óskars. Í kirkjunni minntist Lilja Hjartardóttir dr. Þorgerðar Þorvaldsdóttur (1968-2020) og að því loknu voru blóm lögð á leiði hennar. Nesti var borðað í snortru safnaðarheimili kirkjunnar. Næsti viðkomustaður var   Kolugljúfur í Víðidal og svoVíðidalstungukirkja þar sem Ólafur Bergmann Óskarsson tók á móti okkur og sagði sögu staðarins og kirkjunnar af mikilli þekkingu og einstakri alúð. Ferðin lauk í Selasetrinu á Hvammstanga þar sem Örvar B. Eiríksson framkvæmdastjóri og þær dr. Sandra m. Granquist deildarstjóri selarannsóknasviðs og dr. Jessica Faustini Aquino deildarstjóri ferðamálarannsóknarsviðs sögðu frá starfseminni og fjölbreyttum og þverfræðilegum rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu.

Dagurinn endaði á einstaklega ljúffengri máltíð í Ingunnarstofu og kvöldvöku sem þær Ingibjörg Hjartardóttir og Margrét Guðmundsdóttur stjórnuðu.

 

Sunnudagur

Á sunnudeginum var haldin vinnustofa hvers markmið var að leita svara við spurningunum: Hvað vilja Akademíurnar vera og hvernig vinna akademónar saman að því að ná því markmiði? Fundurinn gekk mjög vel, sköpuðust þar góðar umræður um Akademíurnar. Fjöldi góðar tillagna kom fram varðandi hvernig hægt er að auka samstarfið um miðlun og rannsóknir, samtali við almenning, gæta hagsmuna fræðafólks sem starfar sjálfstætt og efld tengsl við aðrar rannsóknastofnanir bæði innlands og utan. Hluti verkefnanna byggja á frumkvæði og krafti einstaklinganna meðan stjórnir Akademíanna hrinda öðrum í framkvæmd.

Þátttakendur voru þau Aðalheiður Steingrímsdóttir, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Björg Árnadóttir, Bryndís Fjóla Pétursdóttir, Haukur Arnþórsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Jón Örn Pálsson, Lilja Hjartardóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir Sigurgeir Guðjónsson, Unnur Óttarsdóttir og Þröstur Ásmundsson.

Undirbúningsnefndin: Aðalheiður Steingrímsdóttir, Salvör Aradóttir og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir.

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar þakkar þátttakendum og skipuleggjendum ferðarinnar kærlega fyrir þeirra framlag og taka heilshugar undir þá niðurstöðu fundarins að gera Helgi í Húnavatnssýslu(m) að fyrsta árlega fundi Akademíanna.

Myndir úr ferðinni eru á Facebook-síðu ReykjavíkurAkademíunnar.