1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Kostir aðildar að ReykjavíkurAkademíunni

Kostir aðildar að ReykjavíkurAkademíunni

by | 23. Sep, 2023 | Fréttir

Um ReykjavíkurAkademíuna

ReykjavíkurAkademían er rannsóknar- og nýsköpunarstofnun í menningar-, hug- og félagsvísindum sem starfar á grundvelli samnings við Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og veitir vísindamönnum í sjálfstæðum, fjölfaglegum rannsóknum starfsaðstöðu og rannsóknaþjónustu. Frá stofnun árið 1997 hefur Akademían haldið uppi merkjum hug- og félagsvísinda með fjölbreyttum rannsóknum, miðlun og opnu samtali um málefni samfélagsins. Þá vinnur ReykjavíkurAkademían ötullega að því að efla fræðasamfélagið utan háskólana á grunni stefnu stofnunarinnar.

ReykjavíkurAkademían er málsvari fræðafólks sem starfar sjálfstætt, einkum á sviði menningar- hug- og félagsvísinda og rekur í Þórunnartúni 2 Miðstöð fræðafólks utan háskólanna. Þar er aðsetur fræðimana, félagasamtaka og smærri fyrirtækja og þangað sækja félagar ReykjavíkurAkademíunnar fjölbreytta þjónustu. Í Þórunnartúni er góð fundaraðstaða og Dagsbrún fyrirlestrasalur Reykjavíkuraðkademíunnar sem er búinn tækjum til upptöku og streymis. Bókasafn Dagsbrúnar er rekið af stofnuninni og hýsir safnið meðal annars handbókasafn fyrir fræðafólk ReykjavíkurAkademíunnar.

Í Þórunnartúni starfa að jafnaði 30 – 40 fræðimenn með fjölbreyttan fræðabakgrunn og reynslu. Að auki eru hátt í tvö hundruð einstaklinga í Félagi ReykjavíkurAkademíunnar og stendur þeim til boða fjölbreytt þjónusta bæði í Þórunnartúni og á hinum rafræna vettvangi.  Með aðild að ReykjavíkurAkademíunni ertu því hluti af samfélagi fræðafólks sem starfar sjálfstætt að rannsóknum og þekkingarmiðlun um leið og þú styður við fræðasamfélagið utan háskólanna.

Sækja um aðild að ReykjavíkurAkademíunni

 

Þjónusta við félaga ReykjavíkurAkademíunnar

Auk þess að vera málsvari fræðafólks sem starfar utan háskólanna þá veitir ReykjavíkurAkademían félagsfólki sínu ýmsa þjónustu. Þar má nefna:
  • – Aðild að AKADEMÓNAR, póstlista félaga ReykjavíkurAkademíunnar
    – Kost á að birtast með eigin síðu í FRÆÐAFÓLKIÐ OKKAR – rafrænt fræðimannatal ReykjavíkurAkademíunnar. (verður fljótlega í boði)
    – Kynning á sérþekkingu og hæfni á síðunni ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA (verður fljótlega í boði)
    Akademíunetfang gegn vægu gjaldi.
    – Aðstoð við kynningu og markaðssetningu, (verður fljótlega í boði)
    – Kost á að leigja vinnurými, gegn sanngjörnu gjaldi. Doktorsnemar og nýdoktorar njóta sérstakra kjara.
    – Kost á að nota fundarherbergi ReykjavíkurAkademíunnar og fjarfundabúnað
    – Kost á að leigja Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar sem búinn er upptöku- og streymisbúnaði
    – Kost á að halda opna fyrirlestra á vegum Akademíunnar.
    – Kost á að skipuleggja málþing og ráðstefnur í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna.
    – Taka þátt í ókeypis eða niðurgreiddum námskeiðum á vegum ReykjavíkurAkademíunnar.
    – Möguleika á skráningu í rannsóknagátt, IRIS (Icelandic Research Information System) (verður fljótlega í boði)
    Rannsóknaþjónusta.
    – Þátttaka í félagsstarfi og ferðum á vegum Félags ReykjavíkurAkademíunnar
    – Afslátt á tölvuviðgerðum og annarri þjónustu hjá Tæknihorninu.
    Kosningarétt á aðalfundi Félags ReykjavíkurAkademíunnar
    Aðgangur að prentara og skanna.

Alltaf velkomin í kaffi, spjall og gott netsamband í Þórunnartúni 2 og við hvetjum félaga okkar til að láta okkur vita ef við getum aukið eða bætt þjónustuna við félaga okkar.

 

Nánari upplýsingar á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar, ra [hja] akademia.is