
Fræðaþing 2023
22. september kl. 14:00 - 17:00

Fræðaþing er árlegur vettvangur um samstarf fræðafólks sem starfar utan og innan háskólana að rannsóknum og þekkingarmiðlun á sviði hug- og félagsvísinda. Markmiðið er að sameina hópinn, ræða tækifæri og ógnanir og leggja grunn að samvinnu um rannsóknir og þekkingarmiðlun. Fræðaþing 2023 verður haldið föstudaginn 22. september, undir yfirskriftinni FRÆÐASAMFÉLAGIÐ UTAN HÁSKÓLANNA. Sjónum verður beint að stöðu hug- og félagsvísinda, fræðasamfélaginu, hlutverki fræðasamfélagsins utan háskólanna og að opinberri vísinda- og nýsköpunarstefnu og áhrifum hennar á fræðin og vinnumarkaðinn.
Dagskráin er í mótun – takið daginn frá!