(354) 562 8565 ra@akademia.is

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Málstofa og útgáfuhóf: Old Norse-Icelandic Philology and National Identity in the Long Nineteenth Century

17. maí 2022 kl. 17:00 - 19:00

Old Norse-Icelandic Philology and National Identity in the Long Nineteenth Century

Í lok síðasta árs kom greinasafnið Old Norse-Icelandic Philology and National Identity in the Long Nineteenth Century út hjá hollenska forlaginu Brill. Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad ritstýrðu safninu sem auk ítarlegs inn­gangs, inni­heldur bókin tólf mis­langar ritgerðir, þar sem fjallað er um þjóðernisleg viðhorf hóps fræðimanna, einkum íslenskra, sem stunduðu rannsóknir og útgáfur á nor­ræn­um forn­bókmenntum á hinu tilgreinda tímabili.

Þriðjudaginn 17. maí verður málstofa um bókina í Dagsbrún, fundarsal Akademíunnar á 1. hæð Þórunnartúns 2. Þá munu Guðmundur Hálfdánarson prófessor við HÍ, Jón Karl Helgson prófessor við HÍ og dr Bragi Þorgrímur Ólafsson fagstjóri handritasafns Landsbókasafns rýna bókina auk þess sem ritstjórnarnir munu bregðast við þeim athugsemdum sem fram munu koma. Málstofunni verður streymt og upptökur verða gerðar aðgengilegar að henni lokinni.

Að málstofunni lokinni verður gestum boðið upp á léttar veitingar. Bókin fæst bæði í prentaðri gerð og sem rafbók. Sjá nánari upplýsingar hér:

Greinsafnið er í meginatriðum byggt á rannsókn­arverkefninu Íslenskar fornritarann­sóknir og þjóðarmenning 1780-1918, sem hlaut verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði (í umsjá Rannís) árið 2014. Höfuðstöðvar þess voru í Reykjavíkur­Akadem­íunni. Sumir kaflarnir eiga rætur í er­indum á al­þjóðlegu málþingi um efnið, sem Study Platform on Inter­locking Nationalisms (SPIN) bauð til í Amsterdam í nóvember 2016.

Details

Date:
17. maí 2022
Time:
17:00 - 19:00