Þorgerðarmál

Þorgerðarmál

Markmið Þorgerðarmála er að varpa ljósi á framlag dr. Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur, sagn- og kynjafræðings til fræðilegrar og samfélagslegrar umræðu og kynna nýjar áherslur í þeim málaflokkum sem hún brann fyrir. Þar á meðal má nefna jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og kynjaímyndir. Ennfremur orðræður og hugmyndir sem tengjast „ótrúlegri fegurð íslenskra kvenna“, „hinu jafnrétta norðri“, útvíkkun jafnréttishugtaksins, takmörkum kosningaréttarins,ímyndum rakara- og hárgreiðslustofa og líkamsbyltingum kvenna.