(354) 562 8565 ra@akademia.is

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Gleymdir gerendur. Fyrirlestur um ógiftar konur í hópi Vesturfar

19. nóvember 2018 kl. 12:05

Fyrirlestur Sigríðar Matthíasdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, Gleymdir gerendur. Fjallar um ógiftar konur í hópi Vesturfara en konur voru fjölmennar í hópi íslenskra vesturfara. ÍGleymdir gerendurslenskar sagnfræðirannsóknir þar sem kvenna- og kynjasögulegu sjónarhorni er beitt á sögu vesturferða hafa þó verið fremur takmarkaðar. Við höfum sett fram þá tilgátu að ógiftar konur hafi „gleymst“ í sögu vesturferða og íslenskri kvenna- og kynjasögu. Þetta eru konur sem virðast hafa átt eitthvað undir sér, svo sem í krafti menntunar, starfsframa eða ættar- og fjölskyldutengsla, sem skýrir lífshlaup þeirra og gerendahæfni.
Segja má að þessar konur hafi haft yfir að ráða tilteknu „auðmagni“, félagslegu eða menningarlegu, svo að vísað sé til hugtaks franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu. Sú rannsókn á þessum konum sem hér verður rædd byggir m.a. á heimildaflokki sem segja má að hafi verið vannýttur í kvenna- og kynjasögu fram til þessa. Þetta eru minningargreinar og æviágrip á borð við þau sem má finna í Vestur-íslenskum æviskrám.
Í erindinu verður þetta rætt með hliðsjón af dæmum af nokkrum konum. Ennfremur verður þetta sérstaklega rætt með hliðsjón af lífshlaupi einnar tiltekinnar austfirskrar konu, Pálínu Guðmundsdóttur Ísfeld, sem hélt til Kanada árið 1889 en sneri til baka tveimur árum síðar.
Dr. Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og Dr. Þorgerður Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands.

Details

Date:
19. nóvember 2018
Time:
12:05

Venue

ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
Reykjavík, 105 Iceland
+ Google Map
View Venue Website