Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Í Öndvegi: Þorleifur Haukgsson, Vanmetin dýrlingasaga frá 14. öld

21. March kl. 12:00 - 13:00

Þorleifur Hauksson

Guðmundar saga góða eftir Arngrím Brandsson (d. 1361) er yngst fjögurra Guðmundarsagna. Í upphafi hennar er skráð afar tilkomumikil Íslandslýsing, sú fyrsta sem varðveitt er, ætluð útlendingum sem enga hugmynd höfðu um land og þjóð, lifnaðarhætti eða kristnihald. Sagan er rituð í tengslum við tilraunir til að fá Guðmund tekinn í dýrlingatölu eftir að bein hans voru grafin upp og þvegin 1344. Meðal séreinkenna sögunnar gagnvart öðrum Guðmundarsögum í jarteinalýsingum eru miklar vísanir til hliðstæðna í viðurkenndum dýrlingasögum, auk þess sem allt efni er skorið burt sem gæti talist ósæmandi heilögum manni. En samtímis einkennist sagan af sérstæðri, fjölbreyttri frásagnarlist, bæði í lærðum og alþýðlegum stíl.

Fræðimenn hafa deilt um hvort hin varðveitta saga sé samin á latínu og síðan þýdd, eða hvort hún hafi verið frumskráð á íslensku en ætluð til þýðingar, hvort sem af henni varð eða ekki. Í lokin verður nokkrum orðum bætt í þann belg.

Details

Date:
21. March
Time:
12:00 - 13:00

Venue

Við stóra borðið
Þórunnartúni 2
Reykjavík, world without borders 105 Iceland
Phone
+3545628565

Organizer

Félag ReykjavíkurAkademíunnar
Email
ra@akademia.is
View Organizer Website